Pasua

Það er svo ótrúlegt að vera komin til baka. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt þar sem ég var alveg farin að venjast því að vera á Íslandi og hafa öll þau gæði og fríðindi sem í boði eru þar.

Fyrstu tvær   vikurnar fóru í að aðlagast aftur hér í Moshi, meðal annarrs að fara í kalda sturtu, hafa ekki stöðugt internet eða rafmagn og að koma sér aftur í matarmenninguna og geta ekki drukkið beint úr krananum.

Ég er mikið ein og var því eðlilega á tímum einmanna en ég veit að það mun lagast þegar ég er komin á fullt að vinna.

Nú hef ég bæði farið á minn fyrsta fund með BCC þar sem sú ákvörðun var tekin að ég myndi byrja á því að starfa í Pasua, þar sem ég og Þórdís höfðum áður unnið í 5 vikur. Því var ég spennt að fara til þeirra aftur og hvort þau myndu eftir mér. Einnig var það ákveðið að ég myndi vinna frá 9-14 mánudaga til fimmtudaga þannig gæti ég nýtt seinnipartana og föstudagana til að búa til prófæla og að vinna fyrir GAIA þar sem það er mjög mikilvægt fyrir mig að halda fylgjendum samtakana vel upplýstum því án þeirra væri ég ekki hér.

Hjá BCC er starfandi iðjuþjálfi sem var með mér á fundinum, þar sem hún er að vinna að öðrum verkefninum út maí þá mun samstarf okkar ekki hefjast fyrr en eftir þann tíma. Hún sagði að eins og er hafði hún engin plön um iðjuþjálfun eftir maílok og finnst mér því ótrúlega áhugavert að sjá hvort við getum ekki unnið eitthvað saman.

En að fyrsta vinnudeginum í Pasua, vá hvað það var æðislegt að hitta börnin aftur þau voru svo glöð og svo ánægð með sig og sýndu mér hversu dugleg þau væru, búin að vera að æfa þær æfingar sem ég og Þórdís höfðum verið að gera með þeim. Mama Edina sem er forstöðukona BCC í Pasua hafði svo sannarlega tekið vel eftir og lært heilan helling af okkur og hefur hún nánast upp á dag sinnt þjálfun. Því hefur börnunum farið fram og það var svo gaman að sjá hvað þau voru ánægð, sett var upp sýning þar sem hver og einn sýndi mér hversu mögnuð þau eru. Enda ótrúlega magnaðir einstaklingar <3

Enn á næstu vikum mun ég vinna með börnunum og starfsfólkinu, horfa og sjá hvað við getum gert enn betur og hvort eitthvað nýtt sé sem þau vilja gera og þannig búum við til einstaklingsmiðuð prógröm fyrir þau til að auðvelda þeim að fylgja þjálfuninni.1 thought on “Pasua”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *